IceWind vindtúrbínur

IceWind sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á litlum, nær viðhaldslausum vindtúrbínum til að sjá fjarskiptamöstrum, bústöðum og heimilum fyrir 100% grænni orku í öfgafullum veðuraðstæðum og á lágvindasvæðum, hvort sem þær eru tengdar landsnetinu eða ekki. IceWind er með í framleiðslu tvær vörulínur í vindorku með mismunandi áherslur. IceWind RW túrbínan er sérstaklega hönnuð til að útvega fjarskipta- og eftirlitsmöstrum orku og CW túrbínan er gerð fyrir heimili og sumarbústaði. Þrátt fyrir að IceWind temji sér 'einfaldleika' í vöruþóun eru aðeins bestu mögulegu hráefni notuð til smíði þeirra líkt og ryðfrítt stál, koltrefjar (carbon fiber) og flugvélavottað ál. Með einkaleyfislausnum túrbínurnar að framleiða rafmagn í mjög lágum og háum vindum án þess að þurfa að slá út líkt og hefðbundnar túrbínur gera. IceWind túrbínur verða fáanlegar á Íslandi innan tíðar.

IceWind er skrásett vörumerki með alþjóðlega hönnunarvernd.

Einkenni allra IceWind túrbína:

 • Sérhertar með koltrefjum (carbon fiber), ryðfríu stáli og flugvélavottuðu áli
 • Breitt framleiðslusvið; í mjög lágum (undir 2 m/sek.) og mjög háum vindum (yfir 50 m/sek.) með einkaleyfislausnum
 • Nær hljóðlausar (˂35 dB)
 • Þurfa ekki að snúa upp í vindinn
 • Hafa ekki áhrif á fuglalíf
 • 30 ára líftími
 • Lítil sem engin þörf á viðhaldi.

IceWind CW – Fyrir bústaði og köld svæði

vindturbina-icewind IceWind CW-1000 vindtúrbínan gefur af sér 1000W í 10 m/sek., hentar vel fyrir heimili, sumarbústaði og jafnvel bóndabæi og sér þér fyrir upphitun á köldum svæðum eða raforkuþörf. Tvinnuð saman við varmadælu getur túrbínan séð meðalstórum sumarbústaði fyrir upphitun og raforkuþörf, hvort sem tenging er til staðar við raforkulandsnetið eða ekki. IceWind CW-1000 túrbínan er hönnuð til að falla vel inn í umhverfið. Hún er nær hljóðlaus, hefur ekki áhrif á fuglalíf og kemur í nokkrum litaútfærslum. Veldu að fá túrbínuna með eða án uppsetningar, því hún er auðveld í uppsetningu. Við útvegum þér teikningar ef þú vilt setja hana upp sjálfur.

IceWind RW – Fyrir aukið orkuöryggi

IceWind RW vindtúrbínan er sérstaklega hönnuð til að veita fjarskipta- og eftirlitsmöstrum þá orku sem þörf er á við erfiðar aðstæður. Túrbínuna er hægt að nota sem aðalafl á svæðum ótengdum landsnetinu og sem framlenging á líftíma varaaflkerfis á svæðum tengdum landsnetinu. Hún er hönnuð til að standast mikla vinda og ísingu í öfgafullum aðstæðum og kemur með 'failsafe' öryggisráðstöfun ef rafall bregst. RW túrbínan kemur í 300W útgáfu við 10 m/sek. og framleiðir í 2-60 m/sek+. Túrbínan er staflanleg þegar þörf er á meiri afkastagetu.

Sérstakar áherslur á:

 • Að falla vel inn í umhverfið
 • Að vera nær hljóðlaus
 • Að geta tengst mismunandi hliðarlausnum
 • Auðvelda uppsetningu.

Væntanlegt.

Sérstakar áherslur á:

 • Aukið orkuöryggi í erfiðum aðstæðum
 • Að þola mikinn vindhraða og sviptivinda yfir 60 m/s
 • Að koma í veg fyrir ísingu (RW-INT)
 • Náttúruleg kæling (RW-HOT)
 • Þjófavörn (RW-HOT)
 • Staflanleg
 • Uppsetningu á möstur.

Væntanlegt.