Vindtúrbínur á strætóskýli / Stormskýlið

Karolina fund söfnun IceWind "Vindmyllur á strætóskýli / Stormskýlið" er hafin og þú getur haft áhrif á græna orkunýtingu á Íslandi með því að styrkja verkefnið hér! ... https://www.karolinafund.com/project/view/1119En um hvað snýst verkefnið? Kíkið á videoið hér að neðan og hann Sæþór leiðir ykkur í gegnum það...

Posted by IceWind on Thursday, 22 October 2015
Hvað er IceWind?

Hvað er IceWind? Við skelltum í myndband sem segir stuttlega frá því um hvað verkefni fyrirtækisins snúast.

Posted by IceWind on Friday, 23 October 2015
IceWind RW test turbine in Threngslin

Fyrsta RW tilraunatúrbínan frá IceWind var sett upp í Þrengslunum í þarsíðustu viku. RW vindtúrbínur eru sérhannaðar til að þola mikla vinda og ísingu í fjarskiptamöstrum auk þess að hefja orkuframleiðslu undir 2 m/sek og framleiða í yfir 50 m/sek. Með RW túrbínum vill IceWind svara kalli fjarskiptamarkaðarins hér á landi og erlendis eftir harðgerðum grænum lausnum til að leysa af óendurnýjanlega orkugjafa á viðkvæmum landsvæðum og ýta undir verndun fuglalífs auk þess að lækka rekstrarkostnað. Túrbínan okkar í Þrengslunum mun fara í gegnum ýmiskonar álagsprófanir á næstu misserum til að sanna sig. IceWind túrbínur eru auk þess nær hljóðlausar og þurfa lítið sem ekkert viðhald sem hentar vel á afviknum stöðum sem þessum.IceWind‘s first RW turbine was recently installed in Þrengslin, just outside Reykjavik. The RW turbines are specially designed to withstand high winds and icing in telecom towers as well as produce electricity in under 2 m/sec. and over 50 m/sec. IceWind wants to answer the markets need for rugged green solutions where non-renewable energy sources have been the only solution so far as well as protect bird life and limit operations costs. This turbine will go through various stress tests in the upcoming months. All IceWind turbines are nearly silent and need little or no maintenance, which is a great feature in isolated situations.

Posted by IceWind on Friday, 11 September 2015
IceWind CW tilraunatúrbína á Stórhöfða

IceWind CW tilrauna-vindtúrbína var nýlega sett upp á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, einu vindasamasta svæði á norðurhveli Jarðar. Túrbínan mun fara í gegnum ýmiskonar álagsprófanir og vonumst við til að geta stórbætt vöruþróunina okkar í gegnum alla stormana sem við fáum á hana.An IceWind CW test turbine was recently installed on Stórhöfði in Westman Islands which is one of the windiest place in the northern hemisphere. The turbine will go through various stress tests and hopefully fast track our R&D significantly.

Posted by IceWind on Friday, 4 September 2015
Uppsetning á IceWind CW-500W túrbínu á Tækniskólann

Tækniskólinn er fyrsti kaupandinn á vindtúrbínu frá IceWind liðinu og tók smá forskot á sæluna. Túrbínan var sett upp á dögunum og blasir hún við öllum þeim sem eiga leið um Skólavörðuholtið. Hún verður notuð til ýmissa prófana á vegum Tækniskólans og IceWind auk þess að skólinn mun nota hana til kennslu í grænum orkufræðum frá og með haustinu. Við hjá IceWind hlökkum til að vinna frekar með Tækniskólanum og vonumst til að þetta samstarf eigi eftir að gefa nemendum nýjar hugmyndir um hvernig nýta megi þá miklu orku sem við höfum í kringum okkur.Tækniskólinn upper secondary school in central Reykjavik is the first one to receive an IceWind turbine. The turbine is going to be used for various tests as well as green energy tuition. IceWind is thrilled to be a part of the education and we hope we can further pitch in and help students to figure out how to harnish all the power we have surrounding us.

Posted by IceWind on Friday, 28 August 2015