IceWind hefur hafið samstarf við Símann um prófanir á RW túrbínum IceWind sem eru sérhannaðar til að standast öfgafullar aðstæður í fjarskipta- og eftirlitsmöstrum. Til stendur að keyra hluta af orkuþörf fjarskiptabúnaðar á vindtúrbínu frá IceWind og stefnum við á að setja upp fyrstu prófanir á topp Skálafells á næstunni. Síminn mun einnig styðja við bakið á eftirliti IceWind með því að sinna þeirri gagnaumferð sem þarf til, en liðið okkar í Elliðaárdalnum fylgist bæði með tölfræðigögnum og myndavélum sem þurfa að vera aðgengilegar allan sólarhringinn. IceWind liðið hlakkar til að vinna áfram með Símanum að grænni orkunýtingu!

Tækniskólinn er fyrsti kaupandinn á vindtúrbínu frá IceWind liðinu og tók smá forskot á sæluna. Túrbínan var sett upp á dögunum og blasir hún við öllum þeim sem eiga leið um Skólavörðuholtið. Hún verður notuð til ýmissa prófana á vegum Tækniskólans og IceWind auk þess að skólinn mun nota hana til kennslu í grænum orkufræðum frá og með haustinu. Við hjá IceWind hlökkum til að vinna frekar með Tækniskólanum og vonumst til að þetta samstarf eigi eftir að gefa nemendum nýjar hugmyndir um hvernig nýta megi þá miklu orku sem við höfum í kringum okkur.