Margir hafa tekið eftir því nú nýlega að það vantar eina vindtúrbínuna á Stormskýlið okkar. Þetta er viljandi gert þar sem við erum að prófa pörun á sól og vind sem hentar vel yfir sumartímann á Íslandi og fyrir sólrík svæði erlendis. Pörun á grænum lausnum er hluti af (meira…)

Við hjá IceWind viljum þakka fyrir allan áhugann sem við höfum fengið frá nemendum víðs vegar um heiminn sem hafa sótt um starfsnám hjá okkur að fyrra bragði og tilkynnum nú spenntir að í sumar mun nemi í vélaverkfræði frá Kaliforníu í Bandaríkjunum starfa með okkur á Íslandi við ýmiskonar verkefni sem mun nýtast í náminu.

Frá vinstri – Karl Sigurður Sigfússon gekk til liðs við okkur í síðasta mánuði. Hann er með meistarabréf í rafvirkjun og er rafmagnsverkfræðingur frá DTU í Danmörku. Kalli er m.a. með reynslu í rafmagnshönnun auk þess að hafa hannað, smíðað og forritað sjálfvirkt einhjól.

Sæþór Ásgeirsson er meðstofnandi og framkvæmdastjóri IceWind. Hann er vélaverkfræðingur frá HÍ og Chalmers University í Svíþjóð og hefur hannað og þróað lausnir IceWind frá upphafi. Sæþór hefur mikla þekkingu á orkuverkfræði; allt frá jarðvarma og vindorku yfir í kjarnorku og er gestafyrirlesari í verkfræðideild Háskóla Íslands. Auk þess að hafa yfirsýn yfir allt, hefur Sæþór yfirumsjón með hönnun og öllu vélatengdu hjá IceWind.

Þór E. Bachmann gekk til liðs við IceWind fyrir ári síðan. Hann er viðskiptafræðingur frá Copenhagen Business School, Shanghai University og Háskólanum á Bifröst og hefur m.a. reynslu í stjórnunarráðgjöf, var í verkefnastjórninni sem stofnaði Gulleggið á sínum tíma auk þess að hafa sinnt sölu- og vörustjórnun. Þór er viðskiptaþróunarstjóri IceWind og sér um markaðsmál og viðskiptatengsl. (meira…)

Nýjasta vélin okkar; hálf-sjálfvirkur CNC rennibekkur, kom í hús í síðustu viku og er verkstæðið okkar nú fullbúið til framleiðslu á vindtúrbínum IceWind. Til stóð að (meira…)

Viltu fá fleiri fréttir af IceWind? Fylgstu með okkur á Facebook þar sem við setjum inn fleiri fréttir af daglegu starfi. Þú finnur Facebook síðuna okkar með því að smella hér.

Facebook-create

Stormskýli IceWind sett í gang

IceWind tók í gær formlega í notkun Stormskýlið; samfélagsverkefni sem var hópfjármagnað á Karolina fund í nóvember sl. og unnið í samstarfi við AFA JCDecaux og Reykjavíkurborg með dyggum stuðningi WOW air. Stormskýlið er strætóskýli við Hörpuna sem sprotafyrirtækið IceWind breytti og gerði algjörlega sjálfbært af orkuþörf. Tveimur sérsmíðuðum vindtúrbínum fyrirtækisins og rafkerfi var komið á skýlið og sér það því fyrir allri orkuþörf: Lýsingu, þráðlausu neti, snjalltækjahleðslu og 70“ auglýsingaskjá sem er fjarstýrður og leysir af pappírsauglýsingar – Allt með vindorkunni. Stormskýlið er einstakt (meira…)

IceWind er þessa dagana að leita að samstarfsaðilum á sviði framleiðslu, dreifingu ofl. fyrir N-Ameríkumarkað og Evrópu. Nánari upplýsingar í info@icewind.is.

IceWind_partner_USA_ISL_new

CBS News fjölluðu í gær um um græna orkunýtingu Íslands og tóku sérstaklega fyrir sérkenni IceWind túrbína þar sem viðtal er tekið við Sæþór, stofnanda og framkvæmdastjóra, sem ræðir hvernig útfærslan okkar varð til. CW-1000 vindtúrbínan fyrir sumarhús verður fáanleg frá og með febrúar/mars á nýju ári en RW túrbínan okkar fyrir fjarskiptamöstur heldur áfram í ströngum prófunum og verður fáanleg seinnihluta nýs árs. Við hjá IceWind leitum að samstarfsaðilum í N-Ameríku og Evrópu á sviði samsetninga og dreifingar. Hafið samband fyrir frekari upplýsingar. Smellið á hlekkinn að neðan til að skoða innslag CBS News.

Umfjöllun CBS News

 

CBS_News_logo

Undanfarin misseri höfum við í IceWind verið að undirbúa fjármögnun á fyrirtækinu fyrir fyrsta rekstrarár til að tryggja að prófanir klárist og hægt sé að koma með túrbínurnar á markað hnökralaust. Samningur var undirritaður við bandarískan fjárfesti í síðustu viku og fjallar Bandaríska sendiráðið á Íslandi um fjárfestinguna á Facebook síðunni sinni…

Earlier this month, we led a delegation to PowerGen International (PGI) in Las Vegas where IceWind – a small-scale…

Posted by US Embassy Reykjavik Iceland on Thursday, 17 December 2015